Hér er efni sem tengist Hvassaleitisskóla frá 1965 til 2011
Hér að neðan er söguyfirlit, nemendafjöldi í gegnum árin og allar bekkjar - og starfsfólks- hópmyndir sem til voru í vörslu skólans.
Um Ljósmyndastarfið í Hvassaleitisskóla
Á fyrstu árum mínum í Hvassó og þar til á tíunda áratug síðustu aldar, var í gangi tómstundastarf á vegum Tómstundaráðs Reykjavíkur. Starfið fór fram á fimmtudags- kvöldum í skólum borgarinnar, stóð í 6 vikur fyrir jól og 6 vikur eftir jól. Margskonar námskeið voru í gangi og þar á meðal ljósmyndun sem ég tók að mér að sinna árið 1974. Þar sem námskeiðin fóru fram í skammdeginu var lítið um útimyndatökur, en lögð var áhersla á innimyndatökur við mismunandi lýsingu með skrifborðslömpum.
En það sem var mest spennandi var framköllunin, sérstaklega á pappírinn. Það var eins og galdur þegar myndin birtist á pappírnum í framköllunarvökvanum.
1982 þegar hluti af byggingu þriðja áfanga var tekin í notkun var innréttuð aðstaða í kjallara íþróttahúsins fyrir ljósmyndastarfið þ.e. framköllunina. Þegar aldamótin nálguðust og ljósmyndun færðist yfir í stafrænt form datt starfsemin í myndverinu niður og tölvurnar tóku við.
Myndin hér til hliðar er tekin inn í þann hluta aðstöðunnar þar sem skolun og þurrkun fór fram. Bak við kennarann er myrkraherbergið þar sem myrkraverkin fóru fram, lokað með tjaldi.

hfifidfdhrofqornef